Flugfélag Íslands Háskóli Íslands Education in a Suitcase

Broskallar - Smileycoin - SMLY

Broskallarnir eru rafmynt (eins og Bitcoin or Auroracoin), sem er hægt að hlaða niður í rafrænt veski. Þessari tilteknu rafmynt, SMLY, er lýst nokkuð ítarlega á heimasíðu SMLY. Þar sem broskallarnir eru rafmynt er hægt að flytja þá úr einu SMLY veski í annað.

Nokkur námskeið HÍ eru sett upp þannig að nemendur fá einn (eða fáeina) broskalla fyrir að ná 5 í einkunn í fyrirlestri en fá svo fleiri broskalla fyrir að ná 10 í einkunn (raunar 9.75) og miklu fleiri fyrir að ná toppeinkunn í heilum kafla (tutorial). Þetta er mest til gamans gert, en þessa broskalla má t.a.m. nota sem greiðslu fyrir aðstoð.

Hvernig má nota Broskalla?

Rafmynt, hvað?

Rafmynt er velþekkt hugtak og má nefna t.d. Bitcoin, Auroracoin, Litecoin og Dogecoin. Broskallarnir eru í eðli sínu nákvæmlega eins.

Fyrst þarf að ná í veski og síðan má geyma rafmyntina í veskinu. Veskið er ekkert annað en lítið forrit (app) sem kann að halda utan um SMLY. Síðan má greiða með rafmynt og biðja aðra um að senda greiðslu á veskisfang, kennitölu sem veskið býr til. Þessa kennitölu má senda hverjum þeim sem á að senda eiganda veskisins Broskalla.

Flestar veskjagerðir kunna að gefa upp inneignina á mismunandi vegu, ekki bara sem fjölda Broskalla heldur líka í krónum eða evrum.

Ertu að heyra um SMLY í fyrsta skipti? Nánari upplýsingar má nálgast hér.